fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Fjölskyldan hélt að eitrað hefði verið fyrir henni – Reyndist vera svolítið annað

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. september 2020 05:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis á sunnudaginn barst lögreglunni í Agder í Noregi óvenjuleg símtal. Hringt var og tilkynnt um fjölskyldu sem liði illa, alla svimaði og glímdu við mikla vanlíðan. Taldi fjölskyldan að hún hefði orðið fyrir bráðri eitrun, jafnvel að eitrað hefði verið fyrir henni.

VG skýrir frá þessu. Lögreglan og sjúkralið voru strax send á vettvang. Skömmu eftir komu þeirra á vettvang lá ljóst fyrir að ekki hafði verið eitrað fyrir fjölskyldunni, að minnsta kosti ekki í klassískum skilningi.

„Það kom í ljós að sonur, á heimilinu, hafði bakað hasskökur sem fjölskyldan hafði borðað,“

sagði talsmaður lögreglunnar sem bætti við að fjölskyldan hafi ekki vitað hvað hún var að borða.

Enginn veiktist alvarlega af þessu.

Sonurinn játaði baksturinn eftir að lögregla og sjúkralið voru komin á vettvang. Hann á sekt yfir höfði sér fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann