fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Milljarðamæringurinn ætlar að deyja fátækur – Er búinn að gefa öll auðæfin

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. september 2020 07:00

Chuck Feeney. Mynd:Atlantic Philanthropies

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski milljarðamæringurinn og mannvinurinn Chuck Feeney hefur lengi átt sér þá ósk að deyja fátækur. Nú hefur hann náð þessu markmiði sínu, að minnsta kosti hvað varðar að vera fátækur, því hann hefur gefið alla þá átta milljarða dollara sem hann átti til góðgerðarmála.

Hann á ekkert og gæti ekki verið hamingjusamari segir í umfjöllun Forbes. Þessi 89 ára, nú fyrrum milljarðamæringur, auðgaðist meðal annars á sölu á tollfrjálsum lúxusvarningi í keðjunni Duty Free Shoppers. Andstætt mörgum öðrum auðmönnum hefur hann lifað nægjusömu og sparsömu lífi.

Fyrir rúmum 40 árum fékk hann hugmyndina að Giving While Living (Gefðu á meðan þú lifir) þar sem hugsjónin er að nota auð sinn í þágu góðgerðarmála á meðan þú ert á lífi í stað þess að stofna sjóð sem hluta af erfðaskránni.

„Þú getur ekki tekið peningana með þér svo af hverju ekki að gefa þá og ráða sjálfur hver fær þá og ná að sjá árangurinn með þínum eigin augum,“

hefur hann sagt um hugsunina á bak við þetta.

„Ég er mjög ánægður með að við náðum að ljúka þessu á meðan ég er enn hér. Þakkir til allra sem voru með í þessu og til þeirra sem eru að hugleiða Giving While Living: Prófaðu það, þér mun líka við þetta,“

sagði hann í samtali við Forbes.

Á síðustu fjörutíu árum gaf Feeney milljarða dollara til góðgerðasamtaka, háskóla og sjóða um allan heim. Alltaf gegn því að njóta nafnleyndar. Það er ólíkt mörgum öðrum auðmönnum sem gera mikið úr því að vekja athygli á gjöfum sínum en Feeney lagði mikið á sig til að halda þeim leyndum.

Gjafmildi hans og vinna við góðgerðarmál veitti milljarðamæringunum Bill Gates og Warren Buffett hugmyndina að stofnun Giving Pledge sem vinnur að því að fá auðmenn um allan heim til að gefa að minnsta kosti helming auðæfa sinna til góðgerðarmála áður en þeir deyja.

„Chuck skipti miklu máli hvað varðar innblásturinn að Giving Pledge. Hann er fyrirmynd okkar. Ég hef verið dáinn í 12 ár þegar ég næ því sem hann náði á meðan hann lifði,“

Sagði Warren Buffett í samtali við Forbes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti