Þetta segir Marta Kauffman, sem átti hugmyndin að þáttunum ásamt vini sínum David Crane. Þau ákváðu að einn ákveðinn þáttur yrði ekki sendur út og hefur hann ekki komið fyrir augu almennings í upprunalegri mynd.
„Eini þátturinn sem ekki var sýndur í sjónvarpi var rétt eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 2001. Það var þáttur þar sem Chandler og Monica áttu að fara í brúðkaupsferð,“
sagði hún í samtali við News.com.au.
Í þættinum var atriði þar sem Chandler grínaðist við öryggisverði og sagði þeim að hann væri með sprengju. Þátturinn var hluti af áttunda sýningartímabili þáttanna.
Við þessu var brugðist með því að breyta þættinum umtalsvert og var hann tileinkaður fórnarlömbum hryðjuverkanna.