fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Kínverjar segja enga þörf fyrir að bólusetja alla gegn kórónuveirunni á þessu stigi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. september 2020 19:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki þarf að bólusetja alla Kínverja gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, að mati Gao Fu, forstjóra smitsjúkdómastofnunar landsins. Þessi orð lét hann falla á ráðstefnu í Shenzhen á laugardaginn.

China News Service skýrir frá þessu. Fram kemur að forgangsraðað verði hverjir fái bóluefni fyrst og verði það fólk í framlínu baráttunnar gegn veirunni og fólk sem er í sérstökum áhættuhópum.

Gao Fu sagði að í tengslum við bólusetningaáætlun yrði að meta „áhættu og ávinning“, og þar væru meðal þátta kostnaður og aukaverkanir.

„Eins og staðan er núna er ekki þörf fyrir allsherjarbólusetningu en það gæti breyst ef önnur alvarleg bylgja á sér stað,“

sagði hann.

CNN bendir á að þessi stefna kínverskra stjórnvalda sé önnur en stefna margra Vestrænna ríkja, sérstaklega Ástralíu, sem hafa í hyggju að bólusetja eins marga og hægt er.

 Kínverjar hafa haft ágæt tök á útbreiðslu veirunnar síðan í vor. Nokkur staðbundin smit hafa átt sér stað en yfirvöldum tókst fljótt að ná stjórn á þeim með öflugum aðgerðum, lokunum og miklum skimunum. Gao vísaði til þessara litlu faraldra í máli sínu og sagði þá sýna að yfirvöld hafi góð vopn til að berjast við faraldurinn.

Hann sagði að framlínufólkið, sem verði í forgangi með bólusetningar, verði heilbrigðisstarfsfólk, Kínverjar sem starfa erlendis þar sem veiran er útbreidd og fólk sem starfar í margmenni þar sem smithætta er mikil, til dæmis á veitingastöðum, skólum eða við þrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?