fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Pressan

Fjárframlög Michael Bloomberg gætu ráðið úrslitum forsetakosninganna í Flórída

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. september 2020 20:30

Michael Bloomberg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Bloomberg gerði skammvinna og misheppnaða tilraun til að verða forsetaframbjóðandi Demókrata fyrr á árinu. En þrátt fyrir að hafa ekki gengið vel í forkosningunum hefur hann ekki snúið baki við flokknum og nýlega tilkynnti hann að hann ætli að láta 100 milljónir dollara af hendi rakna til stuðnings kosningabaráttu Joe Biden í Flórída. Þetta gæti orðið til þess að ráða úrslitum í ríkinu að mati sumra.

CNN fjallaði nýlega um þetta og benti á að Bloomberg hefði heitið því að gera allt sem hann gæti til að aðstoða við að koma Donald Trump úr Hvíta húsinu. Fjárframlagið í Flórída verður aðallega notað til að kaupa auglýsingatíma í sjónvarpi. CNN segir að með þessu, svona skömmu fyrir kosningarnar geti Bloomberg hugsanlega upp á eigin spýtur stýrt úrslitum forsetakosninganna og breytti sögu Bandaríkjanna.

Fjárframlagið er mjög mikilvægt í Flórída vegna kjörmannakerfisins. Þar eru 29 kjörmenn í boði og ef Biden sigrar og fær þá er nær útséð um að Trump geti sigrað í kosningunum ef miðað er við niðurstöður skoðanakannana þessar vikurnar. Flórída er eitt af höfuðvígum Repúblikana og það er tæplega ein öld síðan Repúblikani sigraði í forsetakosningum án þess að sigra í Flórída.

Í sex af síðustu sjö forsetakosningum réðust úrslitin í Flórída á undir fimm prósentustiga mun. Nýleg skoðanakönnun sýnir að fylgi Trump og Biden í ríkinu er hnífjafnt.

Í ríkinu eru rúmlega 3,5 milljónir skráðra kjósenda sem telja sig óháða. Þessi hópur hefur stækkað um 20% síðan 2016 og getur ráðið úrslitum í kosningunum. Það gæti því dugað til sigurs að herja á þennan hóp og tryggja sér stuðning hans.

Fjárframlagið frá Bloomberg gæti einnig hjálpað Biden að ná til kjósenda af latneskum uppruna en Biden nýtur minni stuðnings meðal þeirra í ríkinu en í öðrum ríkjum. Þessi hópur skiptir miklu máli og því verður auglýsingum væntanlega beint að honum í þeirri von að fá hann til að kjósa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum
Pressan
Í gær

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé