Upptakan var gerð í mars en það var fyrst fyrir nokkrum dögum sem hún var opinberuð í tengslum við útgáfu nýrrar bókar Woodward um Trump. Trump hefur margoft sagt að veiran muni „hverfa“ eða „deyja út“ og það þótt ekkert bóluefni komi fram. Hann hefur einnig margoft dregið úr dánartölum í Bandaríkjunum miðað við önnur lönd.
Á þriðjudaginn sagðist Trump ekki hafa dregið úr alvarleika veirunnar, þvert á móti:
„Ég dró ekki úr alvarleikanum. Ég gerði meira úr honum á margan hátt þegar kemur að aðgerðum. Ég brást mjög kröftuglega við,“
sagði Trump að sögn BBC þegar hann var spurður af hverju hann hefði dregið úr alvarleika veirunnar. Hann nefndi til dæmis að hann hefði bannað komur fólks frá Kína og Evrópu og að með þessu hefði „mörg þúsund mannslífum“ verið bjargað.