fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

Trump skiptir um stefnu – „Ég gerði mikið úr kórónuveirunni í upphafi“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. september 2020 07:00

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á framboðsfundi á þriðjudaginn sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, að hann hefði ekki dregið úr alvarleika kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, í upphafi faraldursins. Á hljóðupptökum sem blaðamaðurinn Bob Woodward opinberaði nýlega segir Trump að hann hafi frá upphafi vitað hversu hættuleg veiran er og bráðsmitandi en að hann hafi meðvitað dregið úr hættunni því hann hafi ekki viljað „valda örvæntingu“.

Upptakan var gerð í mars en það var fyrst fyrir nokkrum dögum sem hún var opinberuð í tengslum við útgáfu nýrrar bókar Woodward um Trump. Trump hefur margoft sagt að veiran muni „hverfa“ eða „deyja út“ og það þótt ekkert bóluefni komi fram. Hann hefur einnig margoft dregið úr dánartölum í Bandaríkjunum miðað við önnur lönd.

Á þriðjudaginn sagðist Trump ekki hafa dregið úr alvarleika veirunnar, þvert á móti:

„Ég dró ekki úr alvarleikanum. Ég gerði meira úr honum á margan hátt þegar kemur að aðgerðum. Ég brást mjög kröftuglega við,“

sagði Trump að sögn BBC þegar hann var spurður af hverju hann hefði dregið úr alvarleika veirunnar. Hann nefndi til dæmis að hann hefði bannað komur fólks frá Kína og Evrópu og að með þessu hefði „mörg þúsund mannslífum“ verið bjargað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga