1,8 milljónir hektara lands hafa brunnið í eldunum í Kaliforníu, Oregon og Washington á undanförnum vikum. Brown hefur nú bent á hugsanlega neyðaráætlun fyrir íbúa ríkjanna. CBC skýrir frá.
„Þetta mun fara síversnandi. Kalifornía og vestasti hluti Bandaríkjanna munu brenna. Milljónir Bandaríkjamanna gætu leitað til Kanada þar sem aðstæður eru betri. En stóra spurningin er hvernig Kanada myndi þá taka á svona fólksstraumi,“
sagði Brown í samtali við CBC. Hann telur að við séum nú að upplifa þau áhrif loftslagsbreytinga sem sérfræðingar hafa varað við í rúmlega 20 ár.
„Hugleiðið að í tugir þúsunda ára bjuggu ekki fleiri en 300.000 í Kaliforníu. Nú eru það 40 milljónir. Þessar 40 milljónir aka milljarða kílómetra árlega í ökutækjum sem nota jarðefnaeldsneyti. Auk þess er svo iðnaðurinn og landbúnaðurinn, allt leggur þetta af mörkum til velferðar okkar en á sér um leið dökka umhverfishlið,“
benti hann á. Hann játar að hann hefði getað gert meira í ríkisstjóratíð sinni, meðal annars hvað varðar að vernda skógana fyrir hættum af eldum.