The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að það hafi verið Nathan Sales, hjá gagnhryðjuverkadeild varnarmálaráðuneytisins, sem hafi sagt þetta og um leið hvatt Evrópuríki til að taka harðar á Hezbollah.
Ásakanirnar koma sex vikum eftir hina gríðarlegu sprengingu í Beirút í Líbanon þar sem vörugeymsla full af ammoníumnítrati sprakk með hörmulegum afleiðingum. Efnið hafði verið þar í sex ár. Hezbollah er sagt hafa mikil áhrif á rekstur hafnarinnar í Beirút.
Sales sagði að vopn frá Hezbollah hafi verið flutt í gegnum Belgíu, til Frakklands, Grikklands, Ítalíu, Spánar og Sviss. Einnig hafi yfirvöld lagt hald á mikið magn af ammoníumnítrati í Frakklandi, Grikklandi og á Ítalíu.
Hann varpaði fram spurningu um af hverju Hezbollah væri að geyma ammoníumnítrat í Evrópu og sagði að svarið væri augljóst. Þá sé hægt að fremja stór hryðjuverk hvar sem þörf er á að mati stjórnendanna í Teheran.