fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Nokkrum mínútum eftir að þær birtu myndina voru þær dánar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. september 2020 05:41

Nokkrum mínútum síðar voru þær dánar. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn létust brasilísku vinkonurnar Monique Medeiros, 19 ára, og Bruna Velasquez, 18 ára, þegar þær höfðu laumast að afskekktum fossi i Salto Caveirar í Lages. Svæðið í kringum fossana þykir mjög óöruggt og hafa yfirvöld bannað fólki að fara þangað því það sé beinlínis lífshættulegt.

Brasilíska sjónvarpsstöðin RIC Mais segir að samt sem áður sé svæðið vinsælt meðal almennings sem fari þangað til að synda.

Vinkonurnar tóku myndir af sér á toppi fossins. Þær birtu myndina síðan á Instagram en aðeins nokkrum mínútum síðar hröpuðu þær báðar til bana en fallið var um 30 metrar.

Dagblaðið UOL hefur eftir talsmanni lögreglunnar að vinkonurnar hafi staðið á barmi fossins þegar annarri skrikaði fótur og rann út fyrir. Hin reyndi þá að koma henni til aðstoðar en rann einnig.

Á myndinni, sem vinkonurnar birtu á Instagram, sést fólk í vatninu fyrir neðan fossinn. Það voru því mörg vitni að slysinu. Strax var hringt í neyðarlínuna.

Vinkonurnar á góðri stund. Mynd:Instagram

Bruna var úrskurðuð látin á vettvangi en Monique lést á sjúkrahúsi skömmu eftir að komið var með hana þangað.

Aðstæður til björgunar voru erfiðar vegna aðstæðna á vettvangi og þurfti að fá aðstoð frá herlögreglunni og þyrlu á hennar vegum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga