fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Pressan

Lögreglan í Panama fann fjöldagröf sértrúarsafnaðar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. september 2020 11:05

Panamaborg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 350 kílómetra norðan við Panama City fann lögreglan nýlega fjöldagröf. Talið er að gröfin tengist sértrúarsöfnuði. Fyrr á árinu fannst önnur fjöldagröf á þessu svæði. Í henni voru sjö lík. Fólkið hafði verið pyntað til bana segir Azael Tugri ríkissaksóknari.

Hann telur þó að annar sértrúarsöfnuður standi á bak við gröfina sem er nýfundin. Hann sagði að ekki væri enn hægt að slá því föstu hversu mörg lík eru í gröfinni eða af hvaða kyni.

Lögreglumenn þurftu að ganga í 10 klukkustundir um óbyggðir áður en þeir fundu gröfina sem er í Ngabe Bugle. TVN-2 í Panama hefur sýnt myndir frá vettvangi þar sem lögreglumenn, í hlífðargöllum, vinna við uppgröft og rannsóknir.

Þeir sem sluppu lifandi segja að leiðtogi safnaðarins hafi staðhæft að hann væri að framfylgja skipunum guðs um að reka djöfla úr fólkinu. Hann hafi beitt ofbeldisfullum særingaraðferðum til þess.

Fimm hafa verið handteknir vegna málsins og lífi þriggja barna bjargað að sögn ríkissaksóknarans.

Í hinu málinu, frá því fyrr á árinu, hafa tíu verið handteknir og 15 bjargað úr klóm safnaðarins. Í því máli fundust sjö lík, eitt af barnshafandi konu og sex barnslík. Öll fórnarlömbin höfðu verið pyntuð og síðan fórnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á þessum tveimur aldursskeiðum eldist líkaminn mjög hratt

Á þessum tveimur aldursskeiðum eldist líkaminn mjög hratt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt