Hann telur þó að annar sértrúarsöfnuður standi á bak við gröfina sem er nýfundin. Hann sagði að ekki væri enn hægt að slá því föstu hversu mörg lík eru í gröfinni eða af hvaða kyni.
Lögreglumenn þurftu að ganga í 10 klukkustundir um óbyggðir áður en þeir fundu gröfina sem er í Ngabe Bugle. TVN-2 í Panama hefur sýnt myndir frá vettvangi þar sem lögreglumenn, í hlífðargöllum, vinna við uppgröft og rannsóknir.
Þeir sem sluppu lifandi segja að leiðtogi safnaðarins hafi staðhæft að hann væri að framfylgja skipunum guðs um að reka djöfla úr fólkinu. Hann hafi beitt ofbeldisfullum særingaraðferðum til þess.
Fimm hafa verið handteknir vegna málsins og lífi þriggja barna bjargað að sögn ríkissaksóknarans.
Í hinu málinu, frá því fyrr á árinu, hafa tíu verið handteknir og 15 bjargað úr klóm safnaðarins. Í því máli fundust sjö lík, eitt af barnshafandi konu og sex barnslík. Öll fórnarlömbin höfðu verið pyntuð og síðan fórnað.