fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Dularfullu heitapottsþjófnaðirnir – Glæpagengi sem athafnar sig að degi til

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. september 2020 16:10

Þessum potti var ekki stolið. Mynd:EPA/HANNAH MCKAY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíska lögreglan telur að vel skipulögð samtök glæpamanna standi að baki dularfullum þjófnuðum á heitum pottum víða um landið. En ekki nóg með að glæpagengið steli heitum pottum því það hefur einnig stolið nautakjöti að verðmæti sem svarar til um 23 milljóna íslenskra króna.

Þjófnaðirnir hófust í byrjun mánaðarins þegar flutningabíl var ekið upp að verksmiðju Blue Falls Manufacturing í Thorsby í Alberta. Þar eru framleiddir heitir pottar. Ökumaður flutningabílsins afhenti skjöl varðandi heita potta og sagðist eiga að sækja sjö heita potta sem voru settir í bílinn. Skömmu eftir að hann ók á brott áttuðu starfsmenn Blue Falls Manufacturing sig á að þeir höfðu verið blekktir og pottunum stolið.

Nokkrum dögum áður hafði flutningabíll komið að kjötframleiðslufyrirtæki í Brooks í Alberta og sótt nokkur hundruð kíló af nautakjöti. Sömu aðferð var beitt þar.

Lögreglan telur að sömu aðilar hafi verið að verka því sama aðferðin var notuð á báðum stöðum og ökumennirnir sögðust vera frá sama flutningafyrirtækinu.

Blue Falls Manufacturing skrifaði á Facebook að eftir viðræður við lögregluna sé ekki annað að sjá en hér sé um vel skipulagða þjófnaði að ræða. Hér sé um atvinnumenn að ræða sem hafi líklega stundað svipaða iðju víða um landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io
Pressan
Fyrir 3 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Á síðustu 12 mánuðum hafa metin fallið sem aldrei fyrr“

„Á síðustu 12 mánuðum hafa metin fallið sem aldrei fyrr“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Enn þenst norski olíusjóðurinn út – 234.000 milljarðar

Enn þenst norski olíusjóðurinn út – 234.000 milljarðar