Brian Belling, sem stýrir rannsókn málsins, sagði í samtali við Ekstra Bladet að tengsl væru á milli hinna handteknu og hins látna.
„Þeir þekkjast og það varð eitthvað ósætti. Einhverjar umræður,“
sagði Belling sem vildi ekki fara nánar út í þetta.
Einu skoti var hleypt af og hæfði það unga manninn í höfuðið. Ekki liggur fyrir hvor hinna handteknu hleypti því af. Belling sagði að ekkert hafi komið fram sem bendi til að málið tengist átökum glæpagengja.
Sá 14 ára er nú í umsjá barnaverndaryfirvalda þar sem hann er ekki sakhæfur vegna aldurs en sá 16 ára er í umsjá fangelsismálayfirvalda á viðeigandi stofnun fyrir ungmenni.