fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Seldi notaðar nærbuxur á netinu – Viðskiptavinum brá mjög þegar þeir komust að hver hafði átt þær

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. september 2020 05:38

Hluti af nærbuxunum sem voru til sölu. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega birti maður nokkur auglýsingu á Facebooksíðu (sölusíðu) íbúa í Ayrshire í Skotlandi. Hann auglýsti notaðar nærbuxur til sölu. Það má kannski segja að það sé markaður fyrir allt en það hljóta samt að vera einhver takmörk á því.

Samkvæmt frétt News.com þá auglýsti maðurinn nærfatnað látinnar systur sinnar til sölu, bæði ónotuð og notuð nærföt. Í lýsingu hans sagði hann að notuðu nærbuxurnar væru óþvegnar.

Eins og sést á skjáskotinu af færslu mannsins þá skrifaði hann:

„Tiltekt í húsi því systir mín er dáin. Stærð 14 í buxum, 2 pund fyrir nýjar buxur, 10 pund fyrir notaðar og óþvegnar. Tilvalið fyrir blæti.“

Hann birti síðan myndir af öllum nærbuxunum og bauð magnafslátt.

En fólk var almennt ekki mjög hrifið af þessu og tjáðu margir skoðanir sínar.

„Hvað er að fólki? Í alvöru,“

skrifaði einn og annar var ansi stuttorður:

„Sjúkt.“

Sá þriðji sagðist vera orða vant og annar tók undir það og sagði:

„Ég er orðlaus. Það er ótrúlegt hversu lágt sumt fólk getur lagst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn