Samkvæmt frétt News.com þá auglýsti maðurinn nærfatnað látinnar systur sinnar til sölu, bæði ónotuð og notuð nærföt. Í lýsingu hans sagði hann að notuðu nærbuxurnar væru óþvegnar.
Eins og sést á skjáskotinu af færslu mannsins þá skrifaði hann:
„Tiltekt í húsi því systir mín er dáin. Stærð 14 í buxum, 2 pund fyrir nýjar buxur, 10 pund fyrir notaðar og óþvegnar. Tilvalið fyrir blæti.“
Hann birti síðan myndir af öllum nærbuxunum og bauð magnafslátt.
En fólk var almennt ekki mjög hrifið af þessu og tjáðu margir skoðanir sínar.
„Hvað er að fólki? Í alvöru,“
skrifaði einn og annar var ansi stuttorður:
„Sjúkt.“
Sá þriðji sagðist vera orða vant og annar tók undir það og sagði:
„Ég er orðlaus. Það er ótrúlegt hversu lágt sumt fólk getur lagst.“