fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Hafa haldið sig frá kosningabaráttu síðustu 175 ár – Blanda sér nú í bandarísku forsetakosningarnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. september 2020 22:00

Færði Biden Trump gjöf með þessu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 175 ára sögu Scientific American hefur tímaritið aldrei tekið afstöðu í stjórnmálum. En nú hefur þessi sögulega hefð verið rofin í nýjasta tölublaðinu. Þar segir að forsetakosningarnar þann 3. nóvember næstkomandi snúist bókstaflega um líf og dauða.

Samkvæmt frétt The Washington Post er tímaritið elsta tímarit landsins sem hefur komið út án nokkurra hlé á útgáfunni. Í grein í nýjasta tölublaðinu segir að blaðið hafi tekið ákvörðun sem gangi gegn því sem það hefur gert fram að þessu.

„Scientific American hefur aldrei lýst yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda í 175 ára sögu sinni. Nú neyðumst við til þess. Þetta er ekki auðvelt fyrir okkur,“

segja ritstjórar blaðsins í blaðinu.

Fyrir fjórum árum sagði blaðið að það óttaðist Donald Trump, þáverandi forsetaframbjóðanda, vegna viðhorfa hans til vísinda en blaðið gekk ekki svo langt að lýsa yfir stuðningi við Hillary Clinton.

Óhæfur

Blaðið segir nú að viðhorf Trump til vísinda og rannsókna á þeim fjórum árum sem hann hefur setið í Hvíta húsinu sé ein aðalástæðan fyrir að blaðið lýsi nú yfir stuðningi við Joe Biden.

„Sorglegasta dæmið er óheiðarleiki hans og ónothæf viðbrögð við COVID-19 faraldrinum sem hefur orðið 190.000 Bandaríkjamönnum að bana,“

segir í grein ritstjóranna.

Ritstjórarnir segja forsetatíð Trump vera „hörmulega“ og benda á endurteknar árásir hans á heilbrigðiskerfið, vísindamenn og náttúruna.

Hörð gagnrýni er sett fram á ráðgjafa Trump og þeir bornir saman við ráðgjafa Biden og bent á að meðal ráðgjafa Trump séu læknar sem trúa á geimverur og læknismeðferðir, sem virka ekki, við veirusýkingum. Læknar sem Trump hefur lýst sem „mjög virtum“ og „frábærum“.

„Af þessum sökum hvetjum við þig til að kjósa Joe Biden sem byggir áætlanir sínar um hvernig á að vernda heilsu okkar, efnahagslífið og umhverfið á staðreyndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líksnyrtir svívirti lík dæmds kynferðisglæpamanns

Líksnyrtir svívirti lík dæmds kynferðisglæpamanns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan