fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Goðsögnin um víkinga er ekki rétt – Voru ekki norrænir í útliti

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. september 2020 15:15

Forfeður okkar trúðu mun fyrr á Óðinn en áður hefur verið talið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að víkingar voru líklega ekki eins útlítandi og goðsagnir segja. Margir hafa eflaust þá mynd í huga sér að þeir hafi verið hávaxnir, herðabreiðir og með rautt eða ljóst hár. Sem sagt mjög norrænir í útliti.

En ný rannsókn vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla leiðir annað í ljós. Samkvæmt niðurstöðum hennar þá voru víkingarnir líklega frekar skyldir fólki frá Suður-Evrópu og því dökkhærðir en ekki ljóshærðir eða rauðhærðir. Rannsóknin er sú stærsta sem gerð hefur verið á erfðaefni víkinga.

Eske Willeslev, prófessor við erfðafræðideild Kaupmannahafnarháskóla, vann að rannsókninni ásamt fleirum en hópurinn rannsakaði erfðaefni úr 442 beinum frá víkingatímanum en þau fundust víða um Evrópu.

Meðal annars kom í ljós að víkingarnir voru með mun fleiri gen sem tengjast Suður- og Austur-Evrópu en áður var talið. Einnig kom í ljós að þeir voru duglegir að ferðast og blandast fólki utan Norðurlandanna. Í raun virðast þeir hafa átt lítil samskipti innbyrðis á Norðurlöndunum.

Þeir eignuðust oft konur og börn annars staðar í heiminum og tóku þau oft með heim. Þeir höfðu líka áhrif þar sem þeir komu því leifar víkinga, sem tengjast Norðurlöndunum ekki erfðafræðilega, hafa fundist víða.

„Víkingarnir hittu fólk, sem þeir eignuðust börn með, í Evrópu. En við sjáum einnig að fólk tileinkaði sér lífshætti víkinga þrátt fyrir að vera ekki með nein erfðaefni frá Skandinavíu. Þetta líkist því aðeins að ég, sem er alinn upp í kristinni Danmörku, snúist til íslamstrúar og lifi eins og margir gera í Miðausturlöndum þrátt fyrir að það sé ekki arabískt blóð í æðum mér,“

segir Willerslev um niðurstöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur