Um klukkan tvö að staðartíma í gær kom upp eldur í einbýlishúsi í Queens í New York. Þegar slökkvilið kom á vettvang var strax kallað eftir aðstoð alríkislögreglunnar FBI vegna þess sem slökkviliðsmenn sáu.
Að sögn bandarískra fjölmiðla voru mörg efni, sem eru notuð til sprengjugerðar, í húsinu. ABC segir að einnig hafi fundist leiðbeiningar um sprengjugerð í húsinu. Sprengjusérfræðingar lögreglunnar eru nú að störfum í húsinu segir í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér á Twitter. Fólk er beðið um að halda sig fjarri 19 Astoria Park á meðan.
Einn slasaðist í eldinum og var fluttur á sjúkrahús. Þar er nú lögregluvörður yfir viðkomandi.