Sky skýrir frá þessu. Haft er eftir Steven Coutts, formanni fulltrúaþingsins, að „kyrrstöðuástandið virki ekki“ og að sérstök lög um eyjurnar hafi ekki haft nein sýnileg áhrif á lífsgæðin þar. Hann sagði einnig að skoska þingið sé mjög fjarlægt eyjunum en þar búa um 23.000 manns.
Ætlunin er að skoða hvort eyjurnar geti verið með sömu stöðu og til dæmis Jersey og Isle of Man sem hafa stöðu sem nefnist „Crown Dependency“ en það felur í sér að fulltrúi drottningarinnar hefur stöðu þjóðhöfðingja en eyjurnar eru með eigið þing, ríkisstjórn og forsætisráðherra. Þingið setur lög nema hvað breska ríkisstjórnin fer með utanríkis- og varnarmál. Breska ríkisstjórnin hefur hins vegar engin völd á eyjunum nema stjórn heimamanna óski eftir íhlutun frá Lundúnum.
Ef Hjaltlandseyjar myndu fá slíka stöðu þýðir það að eyjurnar munu halda eftir fjárhagslegum ávinningi af olíuvinnslu í lögsögu þeirra en það myndi hafa mjög neikvæð áhrif á Skotland.
Ef eyjaskeggjar vilja sjálfstæði þá verður að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það á eyjunum.