Í umfjöllun Sky um málið segir að það sé Andrew Jones, 53 ára, sem er ákærður fyrir morðið sem hann er sagður hafa skipulagt vel. Saksóknari segir að Jones hafi ginnt O’Leary til að koma á sveitabæ, sem Jones á, þann 27. janúar síðastliðinn. Þar hafi hann myrt hann.
Fjölskylda O’Leary hafði áhyggjur af honum þegar hann skilaði sér ekki heim úr vinnu. Hún hafði samband við lögregluna eftir að sms barst frá honum þar sem stóð: „Mér þykir þetta leitt x.“
Lögreglan fann síðan bíl hans í Carmarthen og það leiddi hana síðan að Jones. Lík O‘Leary hefur ekki fundist en hins vegar fannst lítill bútur úr þörmum hans heima hjá Jones en hann býr ekki á sveitabænum. Rannsókn á erfðaefni leiddi í ljós að búturinn er úr O‘Leary.
Saksóknari sagði í gær að rannsóknin hafi einnig leitt í ljós að búið var að brenna líkamshlutann og því megi ganga út frá því að Jones hafi brennt líkið. Saksóknarinn sagði að ástæðan fyrir morðinu sé að O‘Leary átti í ástarsambandi við eiginkonu Jones.
Jones neitar að hafa myrt hann og heldur því fram að O´Leary hafi óvart verið drepinn af öðrum en Jones hafi verið viðstaddur.
Réttarhöldin halda áfram næstu daga.