Í síðustu viku dæmdi dómstóll í Næstved í Danmörku, þar sem þetta gerðist, manninn í sjö ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir verknaðinn. Hann áfrýjaði honum samstundis.
Það varð konunni til lífs að hún náði að komast út um glugga og ná sambandi við nágranna.
Fyrir dómi kom fram að maðurinn hafi otað hníf að konunni þegar hann neyddi hana til að drekka kakólið og sagði: „annað hvort tekur þú þetta eða það verður þetta“ en það vísaði hann til hnífsins.
Hann skildi konuna síðan eftir í góða stund í læstu herbergi og kom síðan aftur og sagði: „ljúkum þessu“, „samþykkir þú að ég fái 65 til 75% af eigum okkar og að ég fái stelpurnar og að þú hittir þær bara fjórtánda hvern dag?“.
Konan hafnaði þessu í fyrstu en hjónin höfðu nýlega ákveðið að skilja. Hún samþykkti þetta síðan af ótta við manninn en þá sagði hann: „nú treysti ég þér ekki lengur, nú er þessu lokið“.