Samkvæmt tölum frá WHO voru flest smitin á Indlandi, Bandaríkjum og Brasilíu. Á þessum sama sólarhring voru skráð 5.537 dauðsföll af völdum COVID-19. Þar með hafa alls 917.417 látist af völdum veirunnar.
Á þessum sólarhring voru 94.372 smit staðfest á Indlandi, 45.523 í Bandaríkjunum og 43. 718 í Brasilíu. Í Bandaríkjunum og á Indlandi létust rúmlega 1.000, í hvoru landi, af völdum veirunnar og í Brasilíu létust 874.
Fyrra metið í fjölda smita var sett þann 6. september en þá voru staðfest smit 306.857. Flest dauðsföll á einum sólarhring voru 17. apríl en þá létust 12. 430 af völdum veirunnar.