fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Glæpagengi herja í stóru dönsku borgunum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. september 2020 12:06

Mynd úr safni. Mynd: EPA-EFE/Henning Bagger DENMARK OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í stærstu borgum Danmerkur herja glæpagengi af krafti í íbúðarhverfum sem teljast viðkvæm vegna íbúasamsetningar, atvinnuleysis og margvíslegra félagslegra aðstæðna. Þetta á við í þremur stærstu borgum landsins, Kaupmannahöfn, Árósum og Óðinsvéum.

Berlingske segir að fjölskylduglæpagengi herji í viðkvæmum íbúðarhverfum. Þetta staðfestir Henrik Søndersby yfirmaður rannsóknarmiðstöðvar ríkislögreglunnar. Hann sagði að lögreglan viti að afbrot séu það sem líf nokkurra fjölskyldna snýst um og sé mikilvæg fjáröflunarleið fyrir þær. Líklega sé um fáar fjölskyldur að ræða en það þýði þó ekki að einstaka meðlimir þeirra geti ekki framið mörg afbrot á skömmum tíma.

Nokkur umræða hefur verið um mál sem þessi að undanförnu í Danmörku eftir fréttaflutning af átökum tveggja fjölskyldna á Motalavej í Korsør. Þar búa tvær arabískar fjölskyldur sem deila hart og halda götunni nánast í heljargreipum. Átök þeirra og deilur eiga rætur að rekja allt aftur til níunda áratugarins þegar þær voru í flóttamannabúðum í Líbanon. Fjölskyldurnar hafa slegist, stundað fíkniefnaviðskipti og beitt skotvopnum svo eitthvað sé nefnt.

Í Óðinsvéum fara glæpagengi mikinn í Vollsmose en í Árósum láta þau mest að sér kveða í vesturhluta borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Í gær

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í