Deutsche Welle skýrir frá þessu. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp yfir veiðiþjófi í Kongó. Fram að þessu var þyngsti dómurinn fimm ára fangelsi.
Viðurnefnið „Slátrarinn frá Nouabale Ndoki“ er tilkomið vegna þess að maðurinn stundaði veiðiþjófnað í Nouabale Ndoki þjóðgarðinum.
„Dómurinn sendir mjög sterk skilaboð um að ekki verður liðið að brotið sé gegn villtum dýrum,“
sagði Emma Stokes frá The Wildlife Conservation Society.
Nouabale Ndoki þjóðgarðurinn var settur á laggirnar 1993 og nær yfir stórt svæði í Kongó, Mið-afríkulýðveldinu og Kamerún. Garðurinn var settur á Heimsminjaskrá UNESCO 2012.