fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Sænski forsætisráðherrann segir samhengi á milli innflytjenda og aukinnar afbrotatíðni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. september 2020 12:00

Stefan Löfvén forsætisráðherra Svíþjóðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur margoft þvertekið fyrir að tengsl séu á milli innflytjenda og starfsemi glæpagengja í landinu. En nú hefur hann skipt um skoðun.

Í umræðum í sænska þinginu á miðvikudaginn kvað við nýjan tón hjá Löfven þegar hann var spurður af hverju hann gæti ekki séð samhengi á milli mikils fjölda innflytjenda í landinu og aukinnar afbrotatíðni.

„Ef fjöldi innflytjenda er svo mikill að við getum ekki aðlagað þá að samfélaginu er einnig aukin hætta á vandamálum eins og við sjáum núna,“

svaraði hann.

Hann endurtók síðan þennan boðskap síðar um daginn í Aktuellt þætti Sænska ríkissjónvarpsins en þá var hann aftur spurður hvort vaxandi starfsemi glæpagengja tengist innflytjendum.

„Við höfum tekið á móti svo mörgum innflytjendum að aðlögun þeirra að samfélaginu hefur misheppnast. Ef margir fullorðnir eru ekki í vinnu sjá börnin það og halda kannski að það sé eðlilegt. Þetta bætist við aðra samfélagslega spennu. Og já, þetta er vandamál,“

sagði hann og gat þess einnig að ríkisstjórn hans vinni nú að því að breyta útlendinga- og flóttamannastefnunni í Svíþjóð.

Ekki er langt síðan Mats Löfving, aðstoðarríkislögreglustjóri, sagði í samtali við Sænska ríkisútvarpið að fjölskylduglæpagengi væru stórt vandamál í landinu. Meðal annars kom fram að 40 glæpagengi stýri skipulagðri glæpastarfsemi í landinu.

„Öll fjölskyldan, öll ættin, öll klíkan elur börn sín upp til að þau geti tekið við stjórn gengisins. Þessi börn hafa ekki í hyggju að vera hluti af samfélaginu, allt frá fæðingu stendur metnaður þeirra til að taka við stjórn glæpastarfseminnar. Við erum ansi bláeygð hér í Svíþjóð,“

sagði hann meðal annars.

Í ágúst var 12 ára stúlka skotin til bana þegar hún var að viðra hundinn sinn nærri bensínstöð nærri Stokkhólmi. Fljótlega kom fram að stúlkan hefði orðið fórnarlamb átaka glæpagengja. Málið hefur sett mikinn þrýsting á sænsku ríkisstjórnina um að gera eitthvað varðandi mál glæpagengja sem virðast fara sínu fram að miklu leyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til