Ákvæðinu er aðallega beitt í alvarlegum málum tengdum mafíunni en einnig í málum afbrotamanna sem teljast mjög hættulegir og verða að vera í einangrun til að koma í veg fyrir að þeir geti haldið áfram að stýra brotastarfsemi úr fangelsinu.
Í júní brjálaðist Fanara, þegar fangaverðir komu til að skoða klefa hans, og réðst á sjö þeirra að sögn ítalska dagblaðsins Il Messager. Hann er sagður hafa bitið fingur af einum þeirra og fannst fingurinn ekki. Er því gengið út frá því að hann hafi borðað fingurinn. Um var að ræða litla fingur hægri handar.
Í kjölfarið var Fanara fluttur í öryggisfangelsið Sassari á Sardiníu.