BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að í fréttatilkynningu frá flugfélaginu segi að nauðsynlegt sé að lækka rekstrarkostnaðinn þar til flugferðum fjölgar á ný og færist nær eðlilegu ástandi.
Í júlí var 3.500 starfsmönnum sagt upp og nú bætast 1.150 í hópinn. Félagið fékk nýlega sem svarar til rúmlega 200 milljarða íslenskra króna úr björgunarpakka ríkisins en sú upphæð tryggir reksturinn næstu 18 mánuði ef starfsfólki verður fækkað um þá 1.150 sem missa nú vinnuna.