fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Segir að Trump sé ekki að grínast – Hann vilji vera einvaldur í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. september 2020 05:38

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Cohen, fyrrum lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, var í viðtali við CNN á miðvikudagskvöldið. Hann sagði þá að Trump væri ekki að grínast þegar hann viðraði hugmyndir um að reyna að sitja lengur á forsetastóli en tvö kjörtímabil.

„Donald Trump telur að hann eigi að vera stjórnandinn – einvaldur í Bandaríkjunum. Hann horfir til þess að breyta stjórnarskránni. Þegar Donald Trump grínast með 12 ár til viðbótar . . . er hann ekki að grínast. Donald Trump hefur engan húmor,“

sagði Cohen í spjalli við Don Lemon í þættinum CNN Tonight.

„Ég vil að þið skiljið að þegar hann talar um 12 ár til viðbótar, ef hann sigrar mun hann sjálfkrafa á fyrsta degi byrja að hugsa um hvernig hann getur breytt stjórnarskránni til að geta setið í þrjú kjörtímabil, síðan fjögur, eins og hann sagði við XI Kínaforseta og eins og hann hefur sagt við svo marga aðra. Þetta er ástæðan fyrir aðdáun hans á Kim Jong Un‘um heimsins,“

sagði Cohen.

Trump á á brattann að sækja í kosningabaráttunni ef miða má við niðurstöður skoðanakannana en það hefur ekki haldið aftur af honum að viðra hugmyndina um að sitja á forsetastóli í þrjú kjörtímabil en um leið hefur hann reynt að sá efasemdum um framkvæmd kosninganna í nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga