„Donald Trump telur að hann eigi að vera stjórnandinn – einvaldur í Bandaríkjunum. Hann horfir til þess að breyta stjórnarskránni. Þegar Donald Trump grínast með 12 ár til viðbótar . . . er hann ekki að grínast. Donald Trump hefur engan húmor,“
sagði Cohen í spjalli við Don Lemon í þættinum CNN Tonight.
„Ég vil að þið skiljið að þegar hann talar um 12 ár til viðbótar, ef hann sigrar mun hann sjálfkrafa á fyrsta degi byrja að hugsa um hvernig hann getur breytt stjórnarskránni til að geta setið í þrjú kjörtímabil, síðan fjögur, eins og hann sagði við XI Kínaforseta og eins og hann hefur sagt við svo marga aðra. Þetta er ástæðan fyrir aðdáun hans á Kim Jong Un‘um heimsins,“
sagði Cohen.
Trump á á brattann að sækja í kosningabaráttunni ef miða má við niðurstöður skoðanakannana en það hefur ekki haldið aftur af honum að viðra hugmyndina um að sitja á forsetastóli í þrjú kjörtímabil en um leið hefur hann reynt að sá efasemdum um framkvæmd kosninganna í nóvember.