Rúmlega 3.000 slökkviliðsmenn berjast við eldana í ríkinu en þeir eru að minnsta kosti 48. Talið er að sumir þeirra séu af mannavöldum.
Kate Brown, ríkisstjóri, segir að aldrei áður hafi svo mörg heimili orðið eldum að bráð í ríkinu. Í samtali við Oregon Live hvatti hún íbúa til að vera viðbúna því versta því næstu dagar verði mjög erfiðir. Hún hefur lýst yfir neyðarástandi í öllu ríkinu. Það er í fyrsta sinn sem neyðarástandi er lýst yfir í öllu ríkinu af völdum skógarelda.
„Allt ríkið er eins og eldiviður,“
sagði Brown og benti á að þetta væru mestu eldar í ríkinu í þrjá áratugi.
Þrír, að minnsta kosti, hafa látist af völdum eldanna í Oregon til þessa. 12 ára drengur og amma hans en ekki hafa verið borin kennsl á þriðja fórnarlambið.