Innanlandsflug er næstum komið á sama stað og það var fyrir heimsfaraldurinn og samfélagið hefur verið opnað upp. En faraldurinn geisar erlendis og Kínverjar geta ekki ferðast til útlanda og gera því eins og við Íslendingar og ferðast innanlands. Ferðamannaiðnaðurinn er þó ekki á pari við það sem hann var fyrir heimsfaraldur en samt sem áður í betri málum en víða um heim.
Sky skýrir frá þessu. Ferðamannaiðnaðurinn gæti verið góð innspýting fyrir kínverskt efnahagslíf sem hefur ekki farið eins illa út úr heimsfaraldrinum og í mörgum öðrum löndum. Einkaneysla hefur þó dregist töluvert saman en virðist vera að aukast. Einnig eru fyrirtæki farin að ráða fleira fólk til starfa en síðustu mánuði.