The Times segir að Jacob og félagar hans hafi gist á einu af þremur hótelum Ibis í borginni. En þeir fóru hótelvillt og reyndu að skrá sig inn á rangt hótel. Þar réðst árásarmaðurinn á Billington og vin hans og stakk þá áður en hann hljóp á brott. Jacob lést en vinur hans slapp lifandi frá árásinni.
Lögreglunni var tilkynnt um hnífsstungu í miðborginni klukkan hálf eitt aðfaranótt sunnudags. Fyrsta tilkynningin var um mann sem var stunginn við Constitution Hill. Þar fundu lögreglumenn mann sem var með smávægilega áverka. 20 mínútum síðar var tilkynnt um hnífsstungu í Livery Street. Þar fann lögreglan þrítugan mann, sem var illa særður, og konu sem var minna særð. Því næst var það Irving Street þar sem lögreglumenn fundu Jacob og vin hans illa særða. Tíu mínútum síðar var það Hurst Street þar sem 22 ára kona fannst illa særð auk tveggja karla sem voru minna særðir.
27 ára maður var síðar handtekinn, grunaður um ódæðisverkin.