fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

ESB setur Boris Johnson úrslitakosti varðandi ný lög

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. september 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska ríkisstjórnin vill brjóta samninginn sem var gerður við ESB um útgöngu Breta úr sambandinu. Ríkisstjórnin hefur lagt fram lagafrumvarp tengt málinu sem brýtur gegn samningnum. Óhætt er að segja að ESB taki þessu ekki vel.

Boðað var til skyndifundar í Lundúnum í gær þar sem Maros Sefcovic, varaforseti ESB, ræddi við Michael Gove, sem fer með Brexit málin fyrir hönd Breta.

ESB krefst þess að lagafrumvarpið verði dregið til baka, ef það verður ekki gert sé hætta á að það eyðileggi yfirstandandi viðræður um nýjan viðskiptasamning ESB og Bretlands.

Í skilnaðarsamningi ESB og Breta er kveðið á um að landamærin á milli Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi, og Írlands, sem er meðlimur í ESB, verði áfram opin. Til að þetta gangi upp verða landamæri í miðju Írlandshafi semja verður um hvaða vörur verða settar undir eftirlit þegar þær fara frá Norður-Írlandi til annarra hluta Bretlands og öfugt. Í fyrrnefndu lagafrumvarpi segir hins vegar að það séu bara breskir ráðherrar sem ákveði þetta.

Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, sagði fyrr í vikunni á þinginu að frumvarpið brjóti gegn alþjóðalögum að litlu leyti.

ESB er þessu ekki sammála og telur að um stórfellt brot sé að ræða og að ef Bretar standi fast á þessu muni það hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir skilnaðarsamninginn og alþjóðalög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“