Center for Health Economics & Policy Studies (CHEPS) telur að 250.000 kórónuveirusmit megi rekja beint til hátíðarinnar. Telur CHEPS að þetta muni kosta samfélagið 12 milljarða dollara auk þess sem einhverjir muni látast af völdum veirunnar.
We estimate that over 250,000 of the reported cases between August 2 and September 2 are due to the Sturgis Rally. Roughly 19 percent of the national cases during this timeframe. https://t.co/6tCCV6aXYf
— Andrew Friedson (@FriedsonAndrew) September 6, 2020
Fyrsta dauðsfallið, sem tengist hátíðinni, varð þann 3. september. Þá lést sextugur mótorhjólamaður. Washington Post skýrir frá þessu og hefur eftir Kris Ehresmann forstjóra smitsjúkdómadeildar heilbrigðisráðuneytis Minnesota. Haft er eftir honum að óttast sé að smit hafi borist frá hátíðinni um öll Bandaríkin. Mótorhjólamenn frá 61% sveitarfélaga landsins tóku þátt í henni.
Yfirvöld hafa ekki gripið til neinna aðgerða í Suður-Dakóta í heimsfaraldrinum, það þarf því ekki að nota andlitsgrímur og það eru engar takmarkanir á fjölda þeirra sem mega safnast saman. Kristi Noem, ríkisstjóri, veitti heimild til að mótorhjólahátíðin færi fram en þetta var í átttugasta skipti sem hún fór fram.