TV2 skýrir frá þessu. Eiginmaður hennar, milljarðamæringurinn Tom Hagen, er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana á heimili þeirra hjóna og/eða að hafa átt aðild að hvarfi hennar og morði en lögreglan telur fullvíst að henni hafi verið ráðinn bani. Tom Hagen heldur því hins vegar fram að óþekktir gerendur hafi numið eiginkonu hans á brott.
Á fyrstu mánuðum rannsóknarinnar lagði lögreglan hald á ýmislegt á heimili hjónanna, þar á meðal á baðherberginu. Þar fundust lífsýni og bútar úr fötum Anne-Elisabeth. Sérfræðingar lögreglunnar gerðu mjög ítarlega rannsókn á baðherberginu strax í upphafi rannsóknarinnar. TV2 segist hafa heimildir fyrir að lögreglan hafi fjarlægt hvíta hurð, sem skilur baðherbergið og forstofuna að, auk klósettsetu og loksins af klósettinu.
Nú er að sögn leitað að blóði á þessum hlutum með því að nota ýmis efni. Með þessari aðferð er hægt að finna örlitla blóðdropa.
Talsmaður lögreglunnar vildi ekki tjá sig um þetta við TV2.