Flestir Bandaríkjamenn með kosningarétt í helstu bárátturíkjum (e. swing states) komandi kosninga hafa hvork trú á andlegri heilsu Donald Trump, sitjandi forseta, eða Joe Biden, mótframbjóðanda hans. Þetta kemur fram í nýrri skoðunakönnun frá CNBC.
Könnunin var framkvæmd í fylkjunum Arizona, Florida, Michigan, Norður Karólínu, Pennsylvaníu og Wisconsin. 51% sagði að Trump væri ekki andlega hæfur, en 49% að hann væri hæfur. Þá sögðu 52% Biden væri óhæfur, en 48% að hann væri hæfur.
Donald Trump er 74 ára, en Biden 77 ára.Kosningabarátta Donald Trump hefur að miklu leiti snúist um að gera lítið úr andlegri heilsu Biden.
Sama könnun leiddi þó í ljós að þessir kjósendur hefðu ögn meiri trú á líkamlegri heilsu frambjóðenda. 52% sögðu að Trump hefði líkamlega burði til að sinna starfinu, en 54% sögðu Biden líkamlega hæfan.