fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Kannabis rigndi yfir bæinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 22:00

Mynd sem lögreglan birti af nokkrum af pokunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Tel Aviv segist hafa handtekið tvo menn sem eru grunaðir um að hafa flogið dróna yfir Rabin Square þar sem pokum með kannabis var látið rigna yfir torgið. Nokkrir vegfarendur náðu einhverjum pokum áður en lögreglan kom á vettvang.

Sky skýrir frá þessu. Hópurinn Green Drone, sem berst fyrir að neysla kannabisefna verði gerð algjörlega refsilaus, hafði tilkynnt á Telegram síðu sinni að að nú væri tíminn runninn upp.

„Er það fugl? Er það flugvél? Nei, það er Green Drone að senda þér frítt kannabis af himni ofan,“

Skrifuðu samtökin á Telegram.

Talsmenn lögreglunnar segja að henni hafi tekist að finna tugi poka með kannabis í. Á myndum, sem lögreglan birti, sést það sem virðist vera kannabis í pokunum.

Maariv fréttasíðan, sem birti myndir af dróna sleppa pokunum yfir torginu, sagði að vegfarendur hafi náð einhverjum pokum áður en lögreglan kom á vettvang. Á myndum má sjá fólk fara yfir fjölfarnar götur til að komast að pokum sem höfðu endað á þeim.

Neysla á kannabis í lækningaskyni er heimil í Ísrael en önnur neysla er óheimil en þó að mestu refsilaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“