Stuðningsmenn Morales hafa mótmælt því að kosningum í landinu hefur verið frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ríkissaksóknari segir að vegatálmar stuðningsmannanna hafi valdið því að minnst 40 sjúklingar hafi látið lífið. Af þessum sökum sé nauðsynlegt að ICC skoði málið ofan í kjölinn.
Morales er þess utan ákærður fyrir hryðjuverk í Bólivíu. Hann var forseti í landinu í 13 ár. Eftir ásakanir um kosningasvindl í október 2019 fór hann í útlegð til Mexíkó og síðan til Argentínu.