fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Pressan

Ný bók um Trump – „Til helvítis með Mandela – landið hans er skítatunna“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. september 2020 09:01

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Cohen, fyrrum lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, segir í nýrri bók sinni að Trump hafi fyrir venju að tala niðrandi um svart fólk og skipti þá engu hvort um samlanda hans er að ræða eða útlendinga. Hann segir að Trump tali oft niðrandi um svarta leiðtoga annarra ríkja. Hann er meðal annars sagður hafa sagt að frelsishetjan Nelson Mandela, sem síðar varð forseti Suður-Afríku hafi ekki afrekað mikið.

„Mandela rústaði landinu algjörlega. Nú er það skítatunna. Til helvítis með Mandela. Hann var ekki leiðtogi,“

Segir Cohen að Trump hafi sagt um Mandela sem nú er látinn.

Washington Post skýrir frá þessu og vitnar í nýju bókina sem heitir „Disloyal: A Memoir“ en hún kemur út í dag.

Cohen starfaði árum saman fyrir Trump eða allt þar til hann ákvað að taka afstöðu gegn honum. Cohen afplánar nú þriggja ára fangelsisdóm, meðal annars fyrir að hafa logið að þingnefnd.

„Nefndu eitt land, sem er stýrt af svörtum forseta, sem er ekki skítatunna,“

segir einnig í bókinni.

Talskona Hvíta hússins svaraði þessu með því að velta upp hversu trúverðugur Cohen væri, maður sem hefði verið sviptur lögmannsréttindum og sakfelldur fyrir að ljúga að þinginu. Sjálfur lýsir Trump Cohen sem „rottu“ og lygara.

Í bókinni segir Cohen að Trump sé almennt í nöp við minnihlutahópa. Í kosningabaráttunni 2016 sagði hann að sögn Cohen að hann gæti ekki fengið fólk af latneskum uppruna til að kjósa sig:

„Eins og þeir svörtu eru þeir of heimskir til að kjósa Trump,“

á forsetinn að hafa sagt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“