fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Neyðarástand í Las Vegas – Skortur á klinki

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. september 2020 05:00

Mandalay Bay í Las Vegas. Mynd: EPA-EFE/BEN WENZ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að neyðarástand ríki í spilavítum í Las Vegas. Ástæðan er að vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur magn smámyntar í umferð snarminnkað. Þetta hefur áhrif á spilavítin sem gera mikið út á spilakassa sem þarf að nota klink í.

Hér í Evrópu erum við vön að geta greitt með kortum næstum hvar sem er en í Bandaríkjunum er miklu útbreiddara að greitt sé með reiðufé. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft í för með sér að margar verslanir hafa þurft að loka og því eru færri sem gefa klink til baka. Auk þess var gert hlé á myntsláttu í nokkrar vikur í vor og byrjun sumar. En nú ganga myntsláttuvélarnar stanslaust og 1,6 milljarður mynta er settur í umferð mánaðarlega.

En það dugir ekki til að sögn Bloomberg. Að minnsta kosti ekki fyrir Las Vegas. Þar gera spilavítin mikið út á spilakassa sem er hægt að setja 25 cent í. Mörgum þeirra hefur verið breytt þannig að fólk setur pappírsmiða í þá sem keyptir eru í spilavítunum en víða hefur verið haldið fast í gamlar hefðir og klinkið.

Bankar geta aðeins afgreitt smávegis af því klinki sem spilavítin hafa þörf fyrir. Til dæmis pantaði El Cortez spilavítið nýlega 25 centa myntir fyrir 30.000 dollara. Aðeins 500 dollarar fengust afgreiddir.

Þetta hefur neytt spilavítin til að finna nýjar leiðir til að fá gesti sína til að taka eins mikið af smámynt, úr sparibaukum sínum, með og hægt er. Eitt býður til dæmis 10 dollara aukalega ef komið er með mynt að andvirði 50 dollara. Í öðru spilavíti fær fólk stuttermabol að launum fyrir að koma með mynt og enn annars staðar fær það hatt.

Spilavíti og bankar hafa afnumið þjónustugjöld fyrir að láta telja klink og hvetja viðskiptavini sína til að taka til heima hjá sér og grafa upp allt það klink sem þar leynist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár