fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Tveir þriðju allra veitingastaða í New York gætu orðið gjaldþrota á næstu mánuðum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. september 2020 22:10

New York borg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt að tveir þriðju allra veitingastaða í New York gætu orðið gjaldþrota fyrir árslok ef þeir fá enga opinbera aðstoð. Veitingastaðir borgarinnar hafa átt á brattann að sækja vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem neyddi þá til að loka í mars.

Í síðustu viku birtu samtök veitingastaða í New York niðurstöður nýrrar könnunar sem var gerð meðal rúmlega 1.000 veitingamanna um allt ríkið. Tæplega 64% þeirra sögðu líklegt eða hugsanlegt að þeir verði að hætta rekstri fyrir árslok ef þeir fá ekki fjárhagsaðstoð. Um 55% þeirra, sem telja líklegt að þeir þurfi að hætta starfsemi, reikna með að loka fyrir lok október.

Aðeins 36% sögðust reikna með að vera enn í rekstri í janúar.

Verst hefur ástandið verið í New York City. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hefur staðið fast á banni við að gestir veitingastaða í borginni megi sitja innandyra til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann hefur leyft veitingastöðum í fimm hverfum að hafa takmarkaðan fjölda gesta innandyra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Í gær

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita