fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Segir 40 erlend fjölskylduglæpagengi í Svíþjóð – „Hafa ekki í hyggju að vera hluti af samfélaginu“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. september 2020 05:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Svíþjóð fer þessa dagana fram mikil umræða um þau vandamál sem fylgja aðlögun innflytjenda og flóttamanna að sænsku samfélagi og starfsemi glæpagengja. Mörg afbrot, þar á meðal ofbeldisbrot, voru framin í landinu í sumar. Afbrot sem lögreglan telur tengjast átökum skipulagðra glæpagengja. Nú hefur Mats Löfving, vararíkislögreglustjóri landsins, hellt sér út í umræðuna og skefur ekki utan af hlutunum.

Í samtali við Sænska ríkisútvarpið sagði hann að það sem af er ári hafi 27 morð verði framin í tengslum við starfsemi glæpagengja í landinu. Hann sagði að þetta væri þróun sem hefði átt sér stað allt frá 2012 og muni halda áfram næstu ár. Hann gagnrýndi stjórnmálamenn og valdhafa fyrir að hafa ekki hellt sér af öllu hjarta í baráttuna gegn glæpagengjum.

„Það eru margir sem mættu gera miklu meira. Það þarf stöðugt að samhæfa aðgerðir og maður getur ekki verið eins og jójó í afskiptum sínum og látið umfjöllun fjölmiðla stýra sér,“

sagði hann meðal annars. Hann sagði einnig að glæpagengi, svokölluð fjölskyldu- eða ættarglæpagengi séu mikið vandamál.

„Núna eru að minnsta kosti 40 fjölskylduglæpagengi í Svíþjóð. Svokölluð gengi. Þau eru komin til Svíþjóðar, að því er ég tel, eingöngu til að stunda skipulagða glæpastarfsemi,“

sagði hann og bætti við að hann telji að nauðsynlegt sé að skilja að það séu ekki allir sem vilja vera hluti af sænsku samfélagi:

„Öll fjölskyldan, öll ættin, öll klíkan elur börn sín upp til að þau geti tekið við stjórn gengisins. Þessi börn hafa ekki í hyggju að vera hluti af samfélaginu, allt frá fæðingu stendur metnaður þeirra til að taka við stjórn glæpastarfseminnar. Við erum ansi bláeygð hér í Svíþjóð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim