Talsmaður norsku veðurstofunnar sagði að hitinn á Svalbarða hafi verið öfgakenndur í sumar og hækkandi hitastig hafi verið mjög greinilegt þar síðustu 30 ár. Þróun síðustu 30 ára sé allt önnur en þróunin 90 ár þar á undan. Það sé greinilegt að sumrin verði sífellt hlýrri og að sumir í ár hafi verið mjög óvenjulegt.
Skráning veðurathugana á Svalbarða hófst 1899 og sló hitinn í sumar öll met. Meðalhitinn yfir sumarmánuðina þrjá er breytilegur á milli ára. Fram til 1990 sveiflaðist hann yfirleitt um hálfa til eina gráðu á milli ára. Frá 1997 hefur meðalhitinn ekki farið undir meðaltalið eitt einasta sumar.
Hlýjasti dagurinn í sumar var 25. júlí þegar hitinn mældist 21,7 gráða.
Skýringin á þessum mikla hita eru heitir loftstraumar frá Rússlandi. Frekar svalt var í Vestur-Evrópu og það þýðir að hlýtt hefur verið austar í álfunni. Þessi hiti virðist hafa fengið smá „spark“ þannig að hann barst enn lengra norður og náði til Svalbarða.