27 voru lagðir inn á sjúkrahús eftir samkvæmið en lögreglan telur að um 200 manns hafi verið í því. Margir fá enn aðhlynningu á sjúkrahúsum eftir slysið.
Í samtali við TV2 sagði Jacobsen að merki séu um heilaskaða en hann vilji ekki segja neitt um alvarleika þeirra. Vonast sé til að fólkið nái einhverjum bata með meðferð og endurhæfingu en ekki sé víst að það gangi eftir. Hann sagði að sú hætta fylgi ólöglegum samkvæmum sem þessum að eitthvað þessu líkt gerist og það sé full ástæða til að vara við svona samkomum.
Tveir hafa stöðu grunaðs hjá lögreglunni hvað varðar að hafa skipulagt samkvæmið.