fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Vísindamenn hafa efasemdir um bóluefni Rússa og Kínverja

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. september 2020 12:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar rússnesk yfirvöld tilkynntu nýlega að bóluefni, þróað þar í landi, væri komið í framleiðslu höfðu margir efasemdir um virkni bóluefnisins. Nú setja margir vísindamenn einnig spurningarmerki við kínverskt bóluefni.

Ástæðan fyrir efasemdum vísindamannanna er að bæði bóluefnin eru byggð á frekar einfaldri kvefveiru. Bóluefnið, sem kínverska fyrirtækið CanSinos, hefur þróað er byggt á breyttri útgáfu af adenoveiru gerð 5, Ad5, og það sama á við um bóluefnið sem Gamaleya í Moskvu hefur þróað en það hefur nú þegar verið samþykkt af rússneskum lyfjayfirvöldum.

„Ad5 veldur mér áhyggjum því margir eru nú þegar ónæmir. Ég er ekki viss um hver ætlun þeirra er. Kannski vilja þeir ekki ná 70% áhrifum. Það getur verið að þeir vilji ná 40% áhrifum og það er betra en ekkert þar til eitthvað annað kemur,“

hefur Reuters eftir Anna Durbin sem starfar hjá John Hopkins háskólanum við rannsóknir á bóluefnum.

Mörg fyrirtæki hafa meðvitað sneytt hjá Ad5, þar má nefna bresk/sænska fyrirtækið AstraZeneca og samstarfsaðila þeirra hjá Oxford háskóla. Bóluefnið þeirra er byggt á adenoveiru úr simpönsum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin