„Trúðurinn“ Trump eða „syfjaði“ Biden? Ekki kannski fögur orð sem eru notuð um frambjóðendurna og margir hugsa eflaust með sér að hér sé um tvo slæma valkosti að ræða. En hvað sjá kjósendur við þann sem þeir styðja? Þessu reyndi Pew Research Center að fá svör við í nýrri könnun þar sem tæplega 5.000 stuðningsmenn frambjóðendanna voru spurðir af hverju þeir styðja viðkomandi.
Trump
Stuðningsmenn Trump sögðust styðja hann út af:
Stjórnunarstíl hans.
Stefnumálum hans.
Af því að hann er ekki Biden.
Af því að hann stendur með bandarískum gildum og Bandaríkjamönnum.
Af því að hann er Repúblikani.
Biden
Stuðningsmenn Biden sögðust styðja hann út af:
Því að hann er ekki Trump.
Stjórnunarstíl hans.
Persónuleika hans.
Stefnumálum hans.
Af því að hann er Demókrati.
Þegar þessi atriði eru skoðuð aðeins nánar sést að 23% aðspurðra sögðu að stjórnunarstíll og framkoma Trump sé aðalástæðan fyrir að þeir styðja hann. 21% sögðu að stefnumál hans réðu mestu. 19% sögðust styðja hann af því að hann er ekki Biden. 17% sögðust styðja hann af því að hann leggi áherslu á bandarísk gildi og Bandaríkjamenn.
Hvað varðar stuðning við Biden sögðu 56% aðspurðra að þau styðji hann af því að hann er ekki Trump. 19% sögðust styðja hann vegna stjórnunarstíls hans og framkomu. 13% styðja hann vegna persónuleika hans. 9% styðja hann vegna stefnumála hans.