Borgarstjórnin í Berlín ákvað á þriðjudaginn að nú verði skylt að nota andlitsgrímu í mótmælum ef fleiri en 100 taka þátt. Fram að þessu hefur aðeins þurft að bera andlitsgrímu þegar almenningssamgöngur eru notaðar og í verslunum.
Um 38.000 manns tóku þátt í mótmælunum á laugardaginn og segist lögreglan ekki hafa átt neina aðra kosti en að leysa þau upp því mótmælendur hafi ekki virt reglur um félagsforðun. Mótmælin fóru að mestu leyti friðsamlega fram en hluti mótmælenda ákvað að berjast gegn 3.000 manna lögregluliði þegar mótmælin voru leyst upp. Til átaka kom og voru um 300 handteknir.