Hagnaðurinn var 3,9 milljarðar sem er 11% meira en á sama tíma í fyrra.
Fyrirtækið hefur fundið fyrir heimsfaraldrinum eins og mörg önnur fyrirtæki. Það hefur meðal annars þurft að loka verksmiðjum sínum í Mexíkó og Kína tímabundið. Í fréttatilkynningu frá Lego segir Niels B. Christiansen, forstjóri, að góð rekstrarniðurstaða sé niðurstaðan af frábæru starfi allra starfsmanna fyrirtækisins. Þegar COVID-19 hafi orðið til þess að loka þurfti verksmiðjum og skrifstofum hafi starfsmenn gert allt sem þeir gátu til að gæta að eigin heilsu en um leið færa börnum og fullorðnum um allan heim leikföng.
Lego ákvað að hætta að auglýsa á Facebook, að minnsta kosti að sinni, eftir að Facebook var harðlega gagnrýnt fyrir að gera ekki nóg til að fjarlægja hatursáróður.