fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Bóndi dreifir mannaskít á akra sína – Nágrannar ekki sáttir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 21:30

Ætli það spretti vel með þessum áburði? Mynd: EPA-EFE/JULIEN WARNAND

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir íbúar í Farum í Danmörku hafa alla glugga lokaða á húsum sínum þessa dagana og reyna að forðast að fara út úr húsi. Aðrir halda fyrir nef sér og enn aðrir eru við það að kasta upp. Ástæðan er að bóndi einn á svæðinu hefur að undanförnu borið mannaskít á akra sína.

Samkvæmt frétt TV2 Lorry þá segja margir íbúar bæjarins að þeir hafi aldrei upplifað neitt þessu líkt.

„Ég er kennari og við höfðum allt lokað í skólanum. Alla glugga og dyr og það var frábært veður í gær. Heima hjá okkur lokuðum við einnig dyrunum. Þegar ég kom í skólann í morgun voru nokkrir nemendur sem sögðu: „Ég þarf að æla“,“

sagði Anne-Marie Aakerlund í samtali við TV2 Lorry.

Fólk hefur kvartað til sveitarfélagsins en þar er enga hjálp að fá því bóndinn uppfyllir allar þær kröfur sem eru gerðar til hans samkvæmt lögum. Hann fær „áburðinn“ úr rotþró í skolphreinsistöð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líksnyrtir svívirti lík dæmds kynferðisglæpamanns

Líksnyrtir svívirti lík dæmds kynferðisglæpamanns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan