Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að Mora sé fæddur 10. mars 1910 og Quinteros 16. október 1915. Þau vantar ekki mikið upp á að ná samanlagt 215 ára lífaldri.
Þau hafa verið gift í 79 ár. Heimsmetabókin veit af hjónaböndum sem hafa varað lengur en engu þar sem hjónin hafa náð svo háum aldri.
Þau gengu í hjónaband 1941 í fyrstu kirkjunni sem Spánverjar reistu í Quito, La Iglesia de El Belen. Þetta gerðu þau þvert á vilja fjölskylda sinna sem voru báðar á móti ráðahagnum.
„Við höfum aldrei skilið, aldrei gert neitt því líkt. Við höfum ekki hugleitt það,“
Sagði Quinteros.
Þau störfuðu bæði sem kennarar og búa í Quito, höfuðborg Ekvador. Þau eiga fjögur börn á lífi, 11 barnabörn, 21 barnabarnabarn og eitt barnabarnabarnabarn.
Það var dóttir þeirra, Cecilia, sem vakti athygli Heimsmetabókarinnar á foreldrum sínum og sendi nauðsynleg skjöl. Hún segir að þau séu við góða heilsu, líkamlega og andlega. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi þó haft áhrif á andlegu hliðina. Þau hafi verið öðruvísi en þau eiga að sér, niðurdreginn, því þau sakni þess að geta ekki hitt stórfjölskylduna.
Hún sagði að þau njóti þess að fara í kvikmyndahús og leikhús saman. Faðir hennar nýtur þess að horfa á sjónvarp og drekka mjólk sagði hún og móðir hennar les dagblað á hverjum morgni.