CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að fjórar slöngur hafi verið búnar að gera sig heimakomnar í vatnskassanum og komu þannig í veg fyrir að hægt væri að sturta niður.
„Ég vissi ekki hvað var að svo ég ákvað að taka lokið af til að kanna hvað væri að,“
sagði Sofie í samtali við 7News.
Stærsta slangan var um einn metri á lengd.
„Ég horfði á þær í eina sekúndu og hugsaði . . . „Þetta er ekki gott“,“
sagði hún.
Um slöngur af tegundinni Gonyosoma oxycephala að ræða en þær halda sig í austur- og norðurhluta Ástralíu. Tegundin er þekkt fyrir að vera árásargjörn en er þó ekki hættuleg fólki.
Sofie hringdi í vin sinn og bað hann um aðstoð. Hann kom og fjarlægði slöngurnar fyrir hana og sleppti þeim síðan lausum í nágrenninu.