fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Segir að fólk þurfi að nota handspritt og andlitsgrímur í tvö ár til viðbótar hið minnsta

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. september 2020 05:40

COVID-19 heldur áfram að hafa áhrif í heiminum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alveg á næstu grösum að við getum hætt að nota handspritt, virða fjarlægðarmörk og nota andlitsgrímur. Að minnsta kosti tvö ár eru í að við getum tekið upp fyrri lífshætti. Það byggist á að bóluefni gegn kórónuveirunni komi á markað og virki vel.

Það er því ekki ávísun á snarlega lausn á faraldrinum að bóluefni komi fljótlega á markað. Þetta segir Jens Lundgren, prófessor á smitsjúkdómadeild danska ríkisspítalans og við Kaupmannahafnarháskóla, sem er einn helsti sérfræðingur Dana í rannsóknum á COVID-19. A4 Arbejdsliv skýrir frá þessu.

Haft er eftir honum að 2022 verði væntanlega búið að bólusetja svo marga að hægt sé að fara að slaka á þeim hömlum sem hafa verið settar. Það sé þó háð því að þau bóluefni, sem er verið að þróa, reynist virka vel og hafi ekki alvarlegar aukaverkanir í för með sér.

„En það leysir ekki vandann,“

sagði Lundgren.

„Jafnvel þótt bóluefnin verði tilbúin snemma árs 2021 munu þau kannski hafa sjaldgæfar aukaverkanir og því er ekki hægt að bólusetja alla í einu. Við viljum gjarnan bólusetja eldra fólk fyrst en kannski virkar það best á yngra fólk og þá verðum við í staðinn að biðja ungt fólk um að láta bólusetja sig til að vernda eldra fólk,“

sagði hann og bætti við að ef þessi staða komi upp sé nauðsynlegt að fram fari ítarleg umræða um félagslegt lífsviðhorf og hvernig við getum hjálpað hvert öðru.

„Kannski er ekki allt ungt fólk, sem er í lítilli áhættu að fá þennan lífshættulega sjúkdóm, tilbúið til að láta bólusetja sig ef von er á margra daga aukaverkunum,“

sagði hann en vísaði um leið á bug hugmyndum um að til greina komi að neyða fólk til að láta bólusetja sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“