The Guardian skýrir frá þessu. Vísindamenn hafa tekið blóðsýni úr dýrunum í þeirri von að þau geti veitt einhver svör. Yfirvöld segja að veiðiþjófar hafi ekki verið að verki því ekki hafi verið búið að fjarlægja tennur fílanna en það eru þær sem veiðiþjófarnir sækjast eftir.
The Guardian hefur eftir Tinashe Farawo, talsmanni þjóðgarðsins, að ekki sé heldur líklegt að blásýra hafi orðið dýrunum að bana því engin dýr af öðrum tegundum hafi drepist á óútskýrðan hátt á sama tíma.
Það er vel þekkt að veiðiþjófar noti eitur til að drepa fíla til að komast yfir fílabeinið.
En fílarnir í Simbabve eru ekki einu fílarnir sem hafa drepist að undanförnu. Frá í maí hafa að minnsta kosti 275 fílar fundist dauðir í Botsvana. Ekki er vitað hvað drap þá.