fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Enn drepast fílar í tugatali – Enginn veit ástæðuna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. september 2020 21:35

Einn af dauðu fílunum. Mynd: EPA-EFE/STR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn fundust ellefu fílar dauðir nærri Hwange þjóðgarðinum í Simbabve. Ekki löngu áður fundust 275 fílar dauðir í nágrannaríkinu Botsvana. Enginn veit af hverju dýrin drápust.

The Guardian skýrir frá þessu. Vísindamenn hafa tekið blóðsýni úr dýrunum í þeirri von að þau geti veitt einhver svör. Yfirvöld segja að veiðiþjófar hafi ekki verið að verki því ekki hafi verið búið að fjarlægja tennur fílanna en það eru þær sem veiðiþjófarnir sækjast eftir.

The Guardian hefur eftir Tinashe Farawo, talsmanni þjóðgarðsins, að ekki sé heldur líklegt að blásýra hafi orðið dýrunum að bana því engin dýr af öðrum tegundum hafi drepist á óútskýrðan hátt á sama tíma.

Það er vel þekkt að veiðiþjófar noti eitur til að drepa fíla til að komast yfir fílabeinið.

En fílarnir í Simbabve eru ekki einu fílarnir sem hafa drepist að undanförnu.  Frá í maí hafa að minnsta kosti 275 fílar fundist dauðir í Botsvana. Ekki er vitað hvað drap þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi